Um okkur
Rafvirkni er rafverktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1983 og hét þá Rafvirkni sf. Árið 1996 tóku núverandi eigendur við og árið 2000 var fyrirtækinu breytt í einkahlutafélag. Rafvirkni er í eigu Magnúsar Jaró Magnússonar. Magnús er löggiltur rafverktaki, rafvirkjameistari og raffræðingur.
Öll starfsemi Rafvirkni miðar að því að bjóða góða og faglega þjónustu sem viðskiptavinir eru ánægðir með og starfsfólk okkar getur verið stolt af. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á gæði, fagmennsku og traust.
Markmið Rafvirkni er að að vera í forystu hvað varðar þjónustu,tækni, þekkingu og fagmennsku á sínu sviði sem þróast í takt við kröfur viðskiptavina og í takt við tímann.
Rafvirkni er aðili að Samtökum atvinnurekenda í raf og tölvuiðnaði (SART) og Samtökum atvinnurekenda (SA).